*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 29. nóvember 2004 15:34

Orkumál og hin vannýtta auðlind markaðarins

fjörugur Viðskiptaþáttur á Útvarpi Sögu (99,4)

Ritstjórn

Stærsti hluti Viðskiptaþáttarins í dag verður tekin undir umræðu um markaðsvæðingu Orkukerfisins en umsjónarmaður þáttarins, Sigurður Már Jónsson, fær til sín þá Páll Harðarson forstöðumaður hjá Kauphöll Íslands og formaður starfshóps Verslunarráðs um markaðsvæðingu orkukerfisins og Þorkell Helgason orkumálastjóri. Í síðustu viku stóð Verslunarráð fyrir fundi um þetta efni þar sem komu fram ólík sjónarmið um það hvernig standa ætti að málum þó flestir séu hlyntir markaðsvæðingu.

Á morgun stendur Kauphöll Íslands fyrir ráðstefnu um sjávarútveg þar sem því er velt upp hvort sjávarútvegurinn sé vannýtt auðlind. Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður greiningar Friðriks Más Baldurssonar prófessors við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands á þróun viðskipta með hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll Íslands frá upphafi. Friðrik greinir meðal annars frá ástæðum fækkunar sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll Íslands. Rætt verður við Friðrik Má í lok þáttarins.