MMR hefur birt niðurstöður úr könnun þar sem athugað var fylgi stjórnmálaflokka og stuðningur við ríkisstjórnina á tímabilinu 15. til 20. maí 2015.

Píratar mælast sem fyrr með mesta fylgið, en það mældist nú 32,7% borið saman við 32% í síðustu könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 23,1% en var 21,9% síðast.

Þá bætir Samfylkingin við sig fylgi á milli kannana en það mældist nú 13,1% en var 10,7% síðast. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,4% borið saman við 10,8% í síðustu könnun.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 8,6% borið saman við 10,8% í síðustu könnun og fylgi Bjartar framtíðar var nú 6,3% samanborið við 8,3% síðast. Fylgi annarra flokka mældist undir 2%.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 31,4% en var 30,7% í síðustu mælingu sem lauk þann 20. apríl síðastliðinn. Fylgið var hins vegar 35,3% samkvæmt könnun sem lauk 8. apríl síðastliðinn.

Nánar má lesa um niðurstöður könnunarinnar hér.