Al­vot­ech birti í dag já­kvæða niður­stöðu klínískrar rann­sóknar á AVT05, fyrir­hugaðri líf­tækni­lyfja­hlið­stæðu við Simponi og Simponi Aria (go­limu­mab).

Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu var aðal­enda­punktur rann­sóknarinnar upp­fylltur en Al­vot­ech er fyrsta fyrir­tækið sem kynnir já­kvæðar niður­stöður klínískrar rann­sóknar þar sem borin er saman virkni líf­tækni­lyfja­hlið­stæðu og Simponi eða Simponi Aria.

Al­vot­ech er eitt af tveimur fyrir­tækjum sem vitað er að hafi hafið slíka klíníska rann­sókn.

„Við fögnum þessum nýja á­fanga í klínískri þróun,“ sagði Róbert Wess­man, stjórnar­for­maður og for­stjóri Al­vot­ech. „Um­sóknir um markaðs­leyfi fyrir AVT05 á stórum al­þjóð­legum mörkuðum verða lagðar inn síðar á árinu. Þetta stað­festir mikil­vægi full­kominnar að­stöðu og sér­hæfingar í þróun og fram­leiðslu, sem gerir okkur kleift að breikka sí­fellt úr­val líf­tækni­lyfja­hlið­stæða.“

AVT05 er fyrir­huguð líf­tækni­lyfja­hlið­stæða við Simponi og Simponi Aria (go­limu­mab).

Go­limu­mab er ein­stofna mót­efni sem hamlar frumu­boð­efninu tumor necrosis factor alpha (TNF alpha).

Aukið magn TNF alpha er talið geta verið or­saka­þáttur í þrá­látum bólgu­sjúk­dómum, svo sem liða­gigt, sóra­liða­gigt og hrygggigt. Tekjur af sölu Simponi og Simponi Aria á síðasta ári námu rúm­lega 450 milljörðum króna, sam­kvæmt gögnum Evalu­ate Pharma.

Rann­sóknin (AVT05-GL-C01) er tví­blinduð, slembi­röðuð með­ferðar­prófun, til að stað­festa sam­bæri­lega klíníska virkni, öryggi og ó­næmingar­verkun AVT05 og Simponi í sjúk­lingum með meðal­lagi al­var­lega eða al­var­lega liða­gigt.

Megin­enda­punktur hennar er virkni AVT05 og Simponi á 16. viku, út frá breytingu frá grunn­mælingu sam­kvæmt stöðluðu prófi sem metur al­var­leika liða­gigtar með klínískum at­hugunum og mælingum.

Hann var upp­fylltur og sýna niður­stöðurnar fram á sam­bæri­lega klíníska virkni AVT05 og Simponi.