Lækkun varð á Asíumarkaði í dag. Asískir bankar fóru ekki varhluta af þeirri lækkun sem orðið hefur í kjölfar frétta af vandræðum fjármálageirans í Bandaríkjunum og lækkuðu nokkuð.

Útflutningsfyrirtæki lækkuðu einnig vegna þess að jenið hefur styrkst og vegna væntinga um samdrátt í Bandaríkjunum.

MSCI Kyrrahafsvísitalan lækkaði um 0,5% í dag.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 2% og í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 3,8%.

Í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 2,6% og í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 2,1%.