Fast­eigna­fé­lagið Reg­inn hf. hagnaðist um 750 millj­ón­ir á fyrsta árs­fjórðungi þessa árs, en það er 31% aukn­ing frá sama tíma í fyrra.

Í tilkynningu frá félaginu segir að rekstr­ar­tekj­ur fé­lags­ins hafi numið 1.530 millj­ón­um og var vöxt­ur leigu­tekna 26% milli ára. Rekstr­ar­hagnaður fyr­ir mats­breyt­ing­ar og af­skrift­ir nam 1.003 millj­ón­um og jókst um 26% frá fyrsta árs­fjórðungi í fyrra. Af­kom­an er í sam­ræmi við áætl­un fé­lags­ins.

Virði fjárfestingaeigna eykst

Bók­fært virði fjár­fest­ing­ar­eigna í lok tíma­bils­ins var 76.378 millj­ón­ir sam­an­borið við 63.949 millj­ón­ir í árs­lok 2015. Mats­breyt­ing á tíma­bil­inu var 517 millj­ón­ir. Vaxta­ber­andi skuld­ir fé­lags­ins hafa auk­ist um rúm­lega 7 millj­arða frá því í fyrra og námu í lok mars 46,6 millj­örðum.

Stækkun eignasafns

Stærstu eign­ir Reg­ins eru versl­un­ar­miðstöðin Smáralind í Kópa­vogi og Eg­ils­höll í Grafar­vogi. Útleigu­hlut­fall á safni fé­lags­ins var 97%. Í tilkynningunni segir jafnframt að uppbygging og stækkun eignasafns félagsins hafi gengið í samræmi við áætlun og fjárfestingarstefnu þess. Fé­lagið fékk á tímabilinu af­hent fast­eigna­fé­lög­in Ósvör ehf. og CFV 1 ehf. Fé­lög­in eiga eigna­söfn sem telja 23 fast­eign­ir og um 43 þúsund fer­metra, út­leigu­hlut­fall safns­ins er um 93%.

Fé­lagið keypti einnig allt hluta­fé í fast­eigna­fé­lög­un­um Þrek­höll­inni ehf. og Vat­neyri ehf., en þau fé­lög eiga fast­eign­irn­ar Strand­gata 14 og Skóla­stíg­ur 4. Fé­lög­in eru hluti af sam­stæðu Reg­ins hf. frá og með 1. mars 2016