Af þeim sem keppast nú um að verða frambjóðendur Demókrata og Repúblikana til forseta Bandaríkjanna er Marco Rubio sá sem hefur fengið mest fjármagn frá fyrirtækjum og einstaklingum tengdum við Wall Street.

Rubio er þingmaður frá Florida en hann hefur alls fengið meira en fjórar milljónir dala frá starfsmönnum banka og fjárfestingarbönkum, s.s. Bank of America, Deutsche Bank og Goldman Sachs síðan hann tilkynnti um framboðið á síðsta ári.

Fyrrum ríkisstjóri Florida, Jeb Bush sem steig til hliðar úr kapphlaupinu um helgina hafði fengið 2,45 milljónir dala og Hillary Clinton, frambjóðandi Demókrata hefur fengið ríflega 720 þúsund dali. Innifalið í þessum tölum eru upphæðir tendar svokölluðum Super PACs, en það eru félög sem ekki ekki beintengd frambjóðendunum en safna þó fjármagni og auglýsa til stuðnings frambjóðendunum.

Þrátt fyrir að fjárframlög geti styrkt við kosningabaráttu frambjóðenda geta of miklar fjárhæðir frá tilteknum geirum, s.s. fjármálageiranum á Wall Street einnig haft skaðleg áhrif á framboð frambjóðendans, en margir treysta ekki fjármálakerfinu og það vantraust er bæði meðal Repúblika og Demókrata.

Í janúar mánuði fékk Hillary Clinton mest fjármagn frá Wall Street, eða 51 þúsund dali, Chris Christie, sem hefur dregið framboð sitt til baka, fékk 26 þúsund og Rubio fékk tæplega 10 þúsund dali.

Bernie Sanders, sem hefur talað harðlega gegn bönkunum og lofað að grípa til aðgerða gegn þeim, hefur alls fengið rúmlega 26 þúsund dali frá bönkum og starfsmönnum banka síðan hann tilkynnti fyrst um framboð sitt. Donald Trump hefur einungis fengið rúmlega 1500 dali frá bönkum og starfsmönnum þeirra síðan hann tilkynnti um framboðið, en hann hefur að mestu fjármagnað framboðið á eigin fé og frá sölu varnings á heimasíðunni sinni.

Reuters greinir frá.