Aðildarríki Evrópusambandsins  og Evrópuþingið gerðu í dag samkomulag um að koma á fót sameiginlegu fjármálaeftirliti.  Aðildarríkin og Evrópuþingið þurfa að fullgilda samkomulagið svo það taki gildi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Michel Barnier ráðherra í framkvæmdastjórninni.  Hann sér um málefna innri markaðarins.

Segir Barnier að ástæður þess að að sambandið hafi ekki séð lánsfjárkreppuna fyrir, hafi verið vegna þess að það hafi ekki næga yfirsýn til að koma auga á áhættuna sem safnaðist upp í fjármálakerfinu. Segir hann ennfremur að þegar kreppan skall á, hafi ESB ekki haft tól til að takast við hana.