Ísland situr í 31. sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir samkeppnishæfni þjóða á síðasta ári. Veikur fjármálamarkaður dregur úr samkeppnishæfni en landið er á sama tíma að færast nær aukinni sjálfbærni.

VB Sjónvarp ræddi við Árdísi Ármannsdóttur, markaðsstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.