*

föstudagur, 15. nóvember 2019
Erlent 26. júní 2019 07:30

San Fransisco bannar rafrettur

Borgin er sú fyrsta í Bandaríkjunum. Stærsti rafrettuframleiðandi landsins hefur höfuðstöðvar þar.

Ritstjórn
Hart er tekist á um ágæti rafretta í heimaborg stærsta rafrettuframleiðanda Bandaríkjanna, Juul Labs.
epa

Borgarfulltrúar San Fransisco-borgar í Bandaríkjunum samþykktu í gær sölubann á rafrettum í borginni. BBC segir frá.

Bannið – sem nær til verslana og afhendingar netverslana í borginni – er sagt hafa verið lagt á þar til heilsufarsáhrif rafretta verði betur þekkt. Talsmenn bannsins segja seljendur markvisst reyna að höfða til ungs fólks með bragðbættum rafrettuvökva.

Andstæðingar bannsins segja það munu hrekja rafrettunotendur aftur til hefðbundinna sígaretta, sem séu enn skaðlegri, auk þess að búa til svartan markað.

Höfuðstöðvar Juul Labs – stærsta rafrettuframleiðanda Bandaríkjanna, með um 70% markaðshlutdeild – eru í San Fransisco.

Fyrirtækið segist nú þegar hafa gert meira en allir aðrir framleiðendur til að tryggja að vörur þess endi ekki í höndum neytenda undir lögaldri, og benda á að hinar nýju reglur muni á engan hátt hefta sölu hefðbundins tóbaks, sem dragi um 40 þúsund Kaliforníubúa til dauða árlega.

Reglurnar þurfa staðfestingu London Breed, borgarstjóra borgarinnar, innan 10 daga til að taka gildi, en talið er afar líklegt að hún fáist.

Stikkorð: Rafrettur San Fransisco Juul Labs