Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

„Ég tel að vandinn liggi í því að ákveðin gögn töpuðust í bankahruninu og þegar hún hætti hjá Kaupþingi. Þau hefðu getað varpað ljósi á frásögn hennar í málinu og staðfest hana. Það felldi málið,“ segir Helgi Jóhannesson, verjandi Önnu V. Heiðdal, fyrrverandi starfsmann hjá einkabankaþjónustu eignastýringar Kaupþings. Hún var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi vegna 50 milljóna króna frádráttar á árunum 2004 til 2008. Önnu er gefið að sök að hafa fært söluandvirði viðskipta tveggja félaga á eigin reikning. Anna var sýknuð í Héraðsdómi í fyrra en Hæstiréttur ómerkti dóminn.

Vísir segir málið ekki hafa uppgötvast fyrr en skilanefnd Kaupþings tók lyklavöldin í bankanum í október árið 2008. Refsingu er fresta í þrjú ár og fellur niður að þeim tíma liðnum haldi hún skilorð. Þá segir Vísir að dómurinn sé skilorðsbundinn vegna dráttar á málinu sem hafi velkst í dómskerfinu í fjögur ár. Þá hefur aldur Önnu áhrif á dóminn en hún er 69 ára.

Helgi segir í samtali við vb.is að sökum þess að gögnin sem sneru að þætti konunnar í málinu hefði verið á brattan að sækja í því. Hann bendir á að ekki sé búið að ákveða hvort dóminum verði áfrýjað. Hann á þó síður von á að það verði niðurstaðan.