*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 14. janúar 2021 13:25

Sigmar Vilhjálms Mosfellingur ársins

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson er Mosfellingur ársins vegna framtakssemi í veitngageiranum.

Ritstjórn
Sigmar Vilhjálmsson.
Aðsend mynd

Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður er Mosfellingur ársins sökum framtakssemi og árangurs í veitingageiranum.

Sigmar hefur verið áberandi frá því hann keypti sig inn í rekstur Hlöllabáta í október árið 2019 og eignaðist helmingshlut. Síðan þá hefur félagið meðal annars opnað veitingastað Barion og Hlöllabáta í Mosfellsbæ og út á Granda sem og MiniGarðinn í Skútuvogi. 

Í viðtali við Viðskiptablaðið í desember sagði Sigmar að stefnt hafi verið að því að veltan á síðasta ári yrði um 1.800-1.900 milljónir króna en veltan reyndist nær milljarði króna vegna faraldursins. Þá nefndi hann sérstaklega hve þristamús hefði skilað félaginu miklum en óvæntum tekjum. „Þegar við fórum af stað inn í þetta ár hefði mig ekki órað fyrir því að þristamús yrði ein af okkar helstu tekjulindum," sagði Sigmar.

Sigmar hefur verið búsettur í Mosfellsbænum frá árinu 2007. Nafnið Barion kemur til þar sem Arion banki rak áður útibú í sama húsnæði í Mosfellsbæ. Í viðtali við Mosfelling kemur fram að höfuðstöðvar fyrirtækisins séu og verði í Mosfellsbæ.