Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segist skrefinu nær því að finna næsta seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Hann hefur sagt að seðlabankastjórinn muni verða einhver sem virði ábyrgð seðlabankans á að stuðla að stöðugu verðlagi og hámarks atvinnustigi. Obama hefur jafnframt sagt að valið standi nú aðeins á milli fárra, mjög hæfra aðila. Um þetta er fjallað á vefsíðunni Economic Times.

Búist er við að Obama greini í fyrsta lagi frá vali á eftirmanni Ben Bernanke í september.