Bandarískir bankar eru undir þrýstingi frá yfirvöldum tryggingastarfsemi New York-ríkis um að koma skuldatryggingafélögum til bjargar svo að afstýra megi hruni þeirra og enn frekari skjálftum á fjármálamörkuðum.

Fréttirnar leiddu til þess að skuldatryggingaálag á fyrirtæki féll í gær.

Eric Dinello, sem fer með málefni tryggingafélaga í stjórnkerfi New York-ríkis, fundaði með forstjórum banka á miðvikudag og hvatti þá til að leggja allt að fimmtán milljarða Bandaríkjadala í skuldatryggingafélög sem standa höllum fæti, þeirra á meðal MBIA og AMBAC, stærstu félögin sem sérhæfa sig í skuldatryggingum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann hér