„Við höfum engin gögn sem uppfylla skilyrðin,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis. Ögmundur Jónasson, þingmaður VG og fyrrverandi innanríkisráðherra, spurði Unni Brá að því við upphafi þingfundar í dag hvort uppljóstraranum Edward Snowden verði boðin landvist hér á landi. Snowden sem lak miklum fjölda gagna um njósnir bandarískra stjórnvalda hefur sótt um hæli í fjölda landa, þar á meðal hér.

Unnur Brá svaraði Ögmundi því að ekki hafi verið fjallað um málíð í allsherjarnefnd. Hér gildi ákveðin lög og reglur um veitingu ríkisborgararéttar. Það sé gert í desember og fyrir þinglok að vori. Þá er miðað við að umsækjendur séu staddir hér á landi.

„Við höfum engin gögn sem uppfylla skilyrðin,“ sagði Unnur Brá.