Ríkisstjórn Fredrik Reintfeldt heldur velli samkvæmt útgönguspám sem birt var í sænska ríkissjónvarpinu eftir lokun kjörstaða í dag. Samkvæmt þeim fær stjórnin um 49% fylgi, bandalag vinstriflokka 45% en 4,6 % atkvæða. Flokkur Reinfeldt, Hægriflokkurinn, fær 29% fylgi og bætir við sig 3%. Helsti keppninautur hans, Jafnaðarmannaflokkur Monu Sahlin, fær 30% fylgi og tapar um 5% fylgi frá síðustu kosningum.