Unnið er að flutningi höfuðstöðva 365 ljósvakamiðla og 365 prentmiðla á einn stað og stefnt að því að selja um leið fasteign á Lynghálsi. Áætlað söluverðmæti hennar er 200 m.kr. Samhliða verður fjárfest í innréttingum og tækjabúnaður uppfærður fyrir sem svarar 150 til 200 m.kr.

Heildartekjur 365 ljósvakamiðla og 365 prentmiðla námu 1.620 m.kr og hafa aukist um 24% miðað við sama tímabil í fyrra segir í tilkynningu félæagsins vegna þriggja mánaða uppgjörs félagsins. Þannig námu tekjur af ljósvakamiðlum 973 m.kr. og jukust um 12% og tekjur af prentmiðlum námu 647 og jukustu um 48%. Framlegð af rekstri fjölmiðlanna nam 664 m.kr. eða 41% af veltu. EBITDA nam 227 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2005 eða 14% af veltu.