IFS greining spáir 286 milljóna dollara rekstrartekjum hjá Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi en það væri rúmlega 12% vöxtur milli ára. Í greiningunni kemur fram að annar ársfjórðungur hafi verið tímabil átaka við lykilstarfsstéttir hjá félaginu. Þrátt fyrir það hafi farþegum í alþjóðaflugi fjölgað um 15% frá fyrra ári.

Spáð er að EBITDA verði í kringum 34m dollara en spáin er háð nokkurri óvissu vegna hugsanlegs kostnaðar vegna verkfalla á síðustu mánuðum. Fyrir árið í heild spáir IFS greining 1.120m dollara tekjum og 141m dollara EBITDA, en endurskoðuð áætlun félagsins hljóðar upp á 138-143m í EBITDA.

Uppgjör annars ársfjórðungs hjá Icelandair Group verður birt á miðvikudaginn næstkomandi.