Ísland trónir á toppi lista yfir öryggi á efitrlaunaaldri þriðja árið í röð hjá Natixis Investment Management. Í öðru sæti var Sviss, Noregur í þriðja sætinu og þar á eftir fylgja Noregur, Írland, Holland, Nýja Sjáland og Ástralía. Skýrsluna 2021 Global Retirement Index má finna hér.

Ísland hækkar í stigum heilt yfir alla flokka á mælikvarða Natixis, aðallega vegna talsvert bættrar stöðu í flokki efnislegrar velferðar (e. material wellbeing) en Íslendingar sitja í efsta sæti þeim flokki. Aukin stig voru gefin fyrir minni ójöfnuð ásamt hærri meðaltekjum. Þjóðin er í öðru sæti þegar kemur að tekjujöfnuði, sjötta sæti í atvinnu og áttunda sæti yfir meðallaun.

Ísland lækkar örlítið í heilbrigðismálum þótt aukin stig eru gefin fyrir útgjöld til heilbrigðismála og heilbrigðistrygginga.

Þjóðin lækkar einnig örlítið í flokknum lífsgæði og vermir þar sjötta sætið. Lækkunin skýrist einkum af umhverfismálum ásamt því að hamingjuvísitalan lækkaði frá fyrra ári. Í undirflokknum loftsgæði er Ísland í öðru sæti en þjóðin er í fjórða sæti þegar kemur að hamingju og sjötta sæti í undirflokknum vatn og sorphreinsun.

Í flokki fjármála er Ísland í níunda sætinu. Hlutfall eftirlaunaþega á móti fólks á vinnualdri hækkar á milli ára, stigagjöf í flokknum afskriftarlán í bankakerfinu lækkar, skattbyrðin eykst og þjóðin fær einnig minni stig í undirflokknum vaxtastig.