Í gær 14. janúar voru undirritaðir tveir kjarasamningar, annars vegar var undirritaður Kjarasamningur SFR  við Keflavíkurflugvöll ohf., fyrir hönd starfsmanna Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem voru í starfi við stofnun Keflavíkurflugvallar ohf., og hins vegar var undirritaður Kjarasamningur SFR  og Fríhafnarinnar ehf.

Þetta kemur fram á vef SFR.

Samningurinn við Fríhöfnina gildir  frá 1. desember 2008 til 21. desember 2010 og samningurinn við Keflavíkurflugvöll gildir frá 1. desember 2008 til 31. mars 2009 til samræmis við það að á þeim tíma eru fleiri samningar lausir hjá hinu nýja félagi Keflavíkurflugvöllur ohf.

Samningarnir voru undirritaðir með fyrirvara um samþykki félagsmanna.

Sjá nánar á vef SFR.