Þingmenn stjórnarandstöðunnar fara nú hörðum um Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Umræða um þingdagskrá fer nú fram og nýtir stjórnarandstaðan sér tækifærið og gagnrýnir bæði eign Sigmunds í aflandsfélögum sem og hegðun hans í fjölmiðlum.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um í dag segist Sigmundur ekki ætla að segja af sér. Á dagskrá þingsins er á borði vantrauststillaga og tillaga um þingrof.

Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartar framtíðar, sagði að þjóðin hefði verið niðurlægð. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, sagði að ekki væri um hefðbundið pólitískt karp að ræða, heldur umræða um grunngildi.