Félagið Draupnir-Sigla ehf. seldi í dag 39.776.526 hluti í Sjóvá á genginu 12,99 og er söluandvirðið því um 516,7 milljónir króna. Kaupendur voru eigendur félagsins, félögin Draupnir og Sigla. Sigla er í eigu Tómasar Kristjánssonar, stjórnarmanns í Sjóvá, og á það eftir viðskiptin Tómas á ennþá ríflega 26,5 milljónir hluta í félaginu.

Í tilkynningu til kauphallarinnar segir að um sé að ræða uppskiptingu á hlutum Draupnis-Siglu ehf. í Sjóvá þar sem eigendur félagsins kaupa hluti félagsins í Sjóvá í sömu hlutföllum og þeir eiga félagið. Þannig kaupir Sigla ehf. 26.517.684 hluti og Draupnir ehf. kaupir 13.258.842 hluti.