Stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi eru hafnar. Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, freistar þess að ná samstarfi við sósíaldemókrata.

Talið er líklegast að þessir tveir flokkar muni starfa saman næsta kjörtímabilið þrátt fyrir að áherslur þeirra séu ólíkar. Lykilmálefni sem reynt verður að ná sátt um eru skattamál og lágmarkslaun.

Staða Þýskalands á evrusvæðinu og skuldavandi evrusvæðisins er líka eitt af meginviðfangsefnum framundan.

Ítarlega er fjallað um málið á vef BBC.