Það er ekki algerlega ónýtur „bissness“ að fá hlutabréf mjög ódýrt frá hlutafélagi, selja þau síðan sama félagi mjög dýrt og fá þau síðan eða öllu heldur hluta af þeim afhent ókeypis aftur.

Þetta er þó í grófum dráttum rétt lýsing á viðskiptum núverandi og fyrrum stjórnenda Haga með bréf í fyrirtækinu.

Finnur Árnason Fostjóri Haga
Finnur Árnason Fostjóri Haga
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)

Nýlega var gert sam- komulag við lykilstarfsmenn Haga þess efnis að þeir geti eignast allt að 1,4% hlut í Högum án endurgjalds. Tekið skal fram að það er Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, en ekki Hagar sjálfir, sem þarf að standa straum af samkomulaginu og mun að auki greiða alla skatta sem fallið gætu á lykilstjórnendur Haga vegna viðskiptanna.

Yrði hæsta útboðsgengi niðurstaðan í útboði Haga væri þessi 1,4% hlutur um 230 milljóna króna virði en um 188 milljóna miðað við lágmarksútboðsgengi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Hagar Lógó
Hagar Lógó
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)