Nú eru rétt rúmir sex mánuðir síðan Leiðbeiningar um stjórnarhætti voru kynntar af Verslunarráði Íslands, Kauphöll Íslands og Samtökum atvinnulífsins. Markmiðið með þessum leiðbeiningum var að treysta umgjörð stjórnarhátta íslenskra fyrirtækja og bæta samkeppnisstöðu þeirra. Með þessu var atvinnulífið að reyna að hafa sjálft höndi í bagga með framþróun viðskiptalífsins. Nú eru hins vegar komnar fram tillögur frá nefnd viðskiptaráðherra sem virðast ganga mun lengra. Hefur viðskiptalífinu brugðist að stýra atburðarásinni og erum við á leiðinni að fá heftandi reglur yfir okkur? Davíð Scheving Thorsteinsson verkefnisstjóri hjá Verslunarráði verður gestur Viðskiptaþáttarins á eftir.

Að því loknu ætlum við að beina sjónum okkar norður í Skagafjörð en þar er atvinnuástandið mjög gott um þessar mundir. Rætt verður við Ársæli Guðmundsson sveitastjóra um atvvinnulífið fyrir norðan og ástand og horfur.

Í lokin ætlum við síðan að velta fyrir okkur markaðssetningu á netinu en ráðstefna þar um verður 8. október næstkomandi. Í þáttinn koma Jón Örn Guðbjartsson, markaðsstjóri hugbúnaðarfélagsins Íslenskra fyrirtækja ehf. og Kristján Már Hauksson, vefráðgjafi og ritstjóri vefgáttarinnar Randburg.com.

Þátturinn er endurfluttur á Útvarpi Sögu (99,4) kl. eitt eftir miðnætti.