Fjárfestingafélagið Stoðir skilaði 19,9 milljarða króna hagnaði á árinu 2021 og skilaði 64% ávöxtun. Hreinar tekjur af fjárfestingaverðbréfum námu 20,3 milljörðum, samanborið við 7,5 milljarða árið 2020.

Eigið fé félagsins, sem er nær skuldlaust, hækkaði úr 32 milljörðum í 51 milljarð króna á árinu 2021. Stjórn Stoða leggur til að greiddur verði út einn milljarður króna vegna síðasta fjárhagsárs.

Fjárfestingafélagið er stærsti hluthafi Símans með 15,4% hlut ásamt því að vera stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópum Arion og Kviku. Stoðir fjárfestu einnig í Bláa lóninu, Play, laxeldisfyrirtækinu Landeldi og sérhæfða yfirtökufélaginu SPEAR á síðasta ári.

Nánar má lesa um afkomu og eignasafn Stoða í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .