Í átta dómum sem féllu á dögunum í héraðsdómi var rift samningum og greiðslum tengdum IceCapital ehf., sem áður hét Sund, að fjárhæð samtals 495 milljónir króna. Enn á eftir að fást niðurstaða í sjö öðrum riftunarmálum sem skiptastjóri IceCapital hefur höfðað gegn fyrrverandi eigendum, stjórnendum og starfsmönnum félagsins og eignarhaldsfélögum þeim tengdum. Alls nema fjárhæðirnar í málunum fimmtán um 1.600 milljónum króna.

Stefndu í málunum átta, sem dómur er fallinn í, voru þau Gunnþórunn Jónsdóttir, eftirlifandi eiginkona Óla Kr. Sigurðssonar í Olís, börn hennar tvö, Jón Kristjánsson og Gabríela Kristjánsdóttir og Páll Þór Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sunds og eiginmaður Gabríelu. Ekkert málanna var höfðað beint gegn henni, en hún á hlut í Sundi ehf., sem var stefndi í einu málanna.

Í tveimur málanna, sem dómur er fallinn í, var rift kaupum IceCapital á stofnfjárbréfum í Byr Sparisjóði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Framtíð fjarskiptabransans felst m.a. í nettengingu nytjahluta að mati sérfræðinga
  • Tekjur sveitarfélaga vegna hærra fasteignamats aukast verulega á milli ára
  • Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar er í uppnámi
  • Þrjú fyrirtæki gætu byggt 500 íbúðir hvert í Reykjavík
  • Veðurguðirnir vörðu rjúpuna
  • Óeðlilegt er að allir einstaklingar fái sömu lánakjör, segir Reynir Grétarsson, forstóri Creditinfo, sem er í ítarlegu viðtali
  • Mikill órói er á bandarískum skuldabréfamarkaði
  • Framtíð verðtryggingarinnar er í húfi þegar EFTA dómstóllinn skilar niðurstöðu í næstu viku
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað, Týr fjallar um sósíalisma og Óðinn skrifar um skapandi greinar
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt fleira