Danska þjóðþingið hefur tekið úr birtingu myndband sem gefið var út til þess að vekja athygli á kosningum til Evrópuþingsins. Þetta staðfestir Mogens Lykketoft, þingforseti, í samtali við Ritzau fréttastofuna. Myndbandið hafði sterka skírskotun í kynlíf og ofbeldi.

Margir af þeim sem ég hef talað við líta þetta myndband miklu alvarlegri augum en ætlast var til,“ segir Lykketoft. Hann segir að fólk virðist telja að í þessu myndbandi felist niðrandi skilaboð til ungs fólks.

Lykketoft segir að þingið verði að læra af þessu máli. „Ég viðurkenni að þingið þarf að huga betur að því í framtíðinni hvað það leggur nafn sitt við,“ segir Lykketoft.

Meira um málið má lesa á vef Danmarks Radio.