„Nú er það ástand komið að við erum komin með matvöruverslun Íslands,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann gagnrýndi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að helstu matvöruverslanir landsins væru komnar á fárra hendur, þ.e. í hendur lífeyrissjóða og sjóða í rekstri sjóðastýringarfyrirtækja. Hann hvatti til þess að samkeppnislögum verði breytt á þann hátt að hringamyndum verði ekki til á matvörumarkaði.

Þorsteinn nefndi í þessu samhengi sérstaklega eignarhald á Högum, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, og Kaupási, sem sjóðurinn SÍA II ásamt fleiri fjárfestum keypti af Norvik fyrir skömmu. Félagið Festi verður nýtt móðurfélag utan um rekstur eignanna. Með kaupunum fylgdu verslanir Nóatúns, Krónunnar, Kjarvals, Elko, Intersport og fleiri tengdra fyrirtækja.