Upplýsingatæknifyrirtækið Svar bætti nýlega þremur starfmönnum.

Óskar Tómasson er nýr sölustjóri símkerfalausna. Óskar hefur mikla reynslu af markaðs- og sölustjórnun en hann var meðal annars framkvæmdastjóri Bang & Olufsen á Íslandi.

Ingi Björn Ágústsson er nýr ráðgjafi í net- og skýlausnum. Ingi Björn kemur til Svar frá Nýherja en hann hefur yfir 10 ára reynslu í upplýsingatækni.

Björgvin Jónsson er nýr rekstrarstjóri þjónustusviðs Svar. Hann meginhlutverk innan Svar verður rekstur þjónustudeildar Svar auk verkefnastýringar og innleiðing á stærri verkefnum. Björgvin var áður hjá Sensa þar sem hann var lausnamiðaður sérfræðingur í Cisco umhverfi.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að svar hafi einnig nýlega fengið dreifingarrétt á Aruba netlausnum, sem er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í þráðlausum netkerfum.