Vegna nýrrar spár um fjölgun farþega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar er ljóst að ráðast verður í umfangsmeiri stækkun á Leifsstöð en áður var gert ráð fyrir. Meðal annars er ætlunin að stækka svokallaða norðurbyggingu til suðurs eða inn á það rými sem nú er umhverfis landganginn. Er þetta til að auka rými fríhafnarverslunar og auka athafnasvæði farþega sem taka á móti farangri. Þessi stækkun er talin verða um það bil 6.000 fermetrar og mun hún breyta ásýnd stöðvarinnar mikið.

Í þessu rými er gert ráð fyrir að koma fyrir 13 nýjum verslunarrýmum auk þes að aðstaða farþega mun batna mikið. Núverandi framkvæmdir kosta um það bil 4 milljarða króna og er gert ráð fyrir að þeim verði lokið á þessu ári.