Tiltrú þýskra fjárfesta á hagkerfinu þeirra lækkaði í apríl og er lækkunin sú mesta í heilt ár samkvæmt mælingum ZEW stofnunarinnar, að sögn greiningardeild Kaupþings banka.

Vísitalan var 62,7 stig í mars en lækkaði í 50 stig milli mánaða og er það mesta lækkun síðan í apríl 2005.

Lækkunin er meiri en hagfræðingar spáðu fyrir um en þeir reiknuðu flestir með að hún lækkaði í 60 stig.

?Mikil hækkun evru gegn dollar gerir þýskum útflutningsgreinum erfitt fyrir og gæti verið ein skýring á lækkun vísitölunnar. Önnur skýring felst í hækkun olíuverðs sem leggur aukinn kostnað á fyrirtæki og neytendur," segir greiningardeildin.