Þegar litið er á útgáfutíðni fréttablaða á Íslandi sést að þar eru vikublöðin flest og svo hefur jafnan verið. Þar ræðir fyrst og fremst um héraðsfréttablöðin svo-nefndu, sem mörg eru mjög rótgróin, þó einnig hafi yfirleitt verið gefin út 1-2 vikublöð í Reykjavík, þar sem fréttir eru aðalefnið.

Einnig má sjá þá þróun, sem menn þekkja, að eiginlegum dagblöðum hefur fækkað mikið.

Bólukúfinn má helst greina af útgáfu alla daga vikunnar, sem bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið ástunduðu, en hefur nú lagst af aftur. Á hinn bóginn hefur mánudagsútgáfa festst í sessi, en sunnudagarnir máttu undan láta, þó sérstök helgarblöð kunni að vera eyrnamerkt þeim.

Tölfræði fjölmiðla
Tölfræði fjölmiðla