Guðríður Ólafsdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir hafa verið ráðnar til Nasdaq OMX Iceland, Kauphallar Íslands.

Frá Kauphöll:

Guðríður Ólafsdóttir
Guðríður Ólafsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Guðríður Ólafsdóttir hefur hafið störf á skráningarsviði NASDAQ OMX Iceland. Guðríður er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands með meistaragráðu í heimspeki  og fjölmiðlafræðum frá Háskólanum í Osló og hefur lokið námi í kennslufræðum frá Háskólanum á Akureyri. Hún var sérfræðingur á fyrirtækjasviði Landsbanka Íslands hf. árið 2008 og hafði áður starfað hjá Lýsingu hf . á árunum 1993-2007, síðast sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Hún sat í bankaráði Landsbankans frá febrúar 2010 til maí 2011.

Þórunn Guðmundsdóttir
Þórunn Guðmundsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Þórunn Guðmundsdóttir hefur verið ráðin á rekstrarsvið NASDAQ OMX Iceland. Þórunn útskrifaðist með B.Ed. frá Kennaraháskóla Íslands 1990 með áherslu á líffræði og landafræði og starfaði sem grunnskólakennari 1990-1993. Hún hóf störf á landsskrifstofu Rauða kross Íslands árið 1997 og sinnti þar ýmsum störfum s.s. skjalavörslu, innleiðingu og kennslu  fyrir starfsmenn á nýjum hugbúnaði fyrir skjalavörslu, undirbúning funda og námskeiða og var aðstoðarmaður sviðsstjóra innanlandssviðs. Á árunum 2005-2011 starfaði hún hjá Intrum Justitia á Íslandi (nú Motus) sem þjónustufulltrúi í milliinnheimtu.