*

sunnudagur, 16. júní 2019
Innlent 9. mars 2019 14:11

Tvöfalt fleiri vildu kaupa í Norwegian

Fjárfestar skráðu sig fyrir 100 milljón fleiri hlutum en voru í boði í hlutafjárútboði norska lággjaldaflugfélagsins.

Ritstjórn
Bjørn Kjos er stofnandi og forstjóri Norwegian Air Shuttle
epa

Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian Air Shuttle tilkynnti um það í gær að meira en tvöfalt fleiri fleiri hefðu viljað kaupa bréf í hlutafjárútboði félagsins en bréfin sem voru í boði. Hefði félagið fengið áskriftir að 190,8 milljón hlutum þegar félagið hefði boðið 90,8 milljón hluti.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í síðasta mánuði hyggst félagið safna um þremur milljónum norskra króna, eða sem samsvarar um 42 milljörðum íslenskra króna í hlutafjárútboði sínu.

Hafði gengi bréfa félagsins þá lækkað um 70%, þrátt fyrir að ríkasti maður Noregs, John Fredriksen hyggðist ábyrgjast útgáfuna. Félagið tapaði á síðasta ári 20 milljörðum íslenskra króna, en á þessu ári hyggst félagið draga rekstrarkostnaðinn saman um 28 milljarða króna.

Fór gengi bréfa félagsins lægst í 48,5 norskar krónur þann 18. febrúar síðastliðinn, en við lokun markaða í gær var verðið komið upp í 62,82 krónur, sem er hækkun um 29%.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is