*

fimmtudagur, 19. september 2019
Erlent 18. febrúar 2019 19:02

Norwegian lækkað um 70%

Hlutabréfaverð í Norwegian hafði ekki verið lægra í sjö ár í dag.

Ritstjórn
Bjørn Kjos, stofnandi og forstjóri Norwegian.
epa

Hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian hafa hríðfallið að undanförnu og í dag hafði hlutabréfaverð félagsins ekki staðið lægra í nærri sjö ár að því er Bloomberg greinir frá. Norwegian er nú metið á um 60 milljarða íslenskra króna en var metið á yfir 200 milljarða króna þegar hlutabréfaverðið fór hæst í apríl á síðasta ári. Markaðsvirði félagsins hefur því fallið um 70% á tæplega ári.

Félagið vinnur nú að útgáfu nýrra hluta með miklum afslætti, og hyggst safna um 3 milljörðum norskra króna, 42 milljörðum íslenskra króna, til að bæta fjárhagsstöðu félagsins. Meðal þeirra sem ábyrgjast útgáfuna er John Fredriksen, ríkasti maður Noregs.

Flugfélagið tapaði 20 milljörðum íslenskra króna í fyrra, og hyggst samhliða hlutafjárútgáfunni selja flugvélar og reyna að draga úr rekstrarkostnaði. Flugfélagið hefur sett sér markmið um að draga úr rekstrarkostnaði á þessu ári um 28 milljarða íslenskra króna.