Segolene Royal umhverfisráðherra Frakklands vill að smíði og sala dísilbíla verði bönnuð í Frakklandi. Þetta kemur fram á vef Le Figaro.

Ráðherrann sagði þetta í sjónvarps- og útvarpsviðtali í morgun. Díselbílar er mjög vinsælir í Frakklandi og meirihluti afurða franskra bílaframleiðenda eru knúnir með dísel.

Royal segir að þetta verði að gera vegna mengunnar og ein leiðin sé að leggja einfaldlega háa skatta á bílana. Í staðin eigi að leggja áherslu á þróun rafbíla.

Vill einnig skattleggja flutningabíla

Royal sagði einnig í viðtalinu að neyða þyrfti erlenda flutningabíla sem færu um vegi Frakklands til að fara um hraðbrautir í stað minni vega.

Hún sagði að ein leiðin til þess væri innheimta gjald af erlendum flutningabílum.