Útboðsgengi Skipta hefur verið ákveðið 6,64-8,10 krónur á hlut samkvæmt útboðslýsingu fyrir frumútboð í Skipti sem birt var fyrr í dag. Þá kemur fram að núverandi hluthafar bjóði út 30% af núverandi hlutafé félagins.

Kaupþing mun selja allan sinn eignarhlut eða 27,8% og Exista 2,2% af 43,6% eignarhlut sínum, en skilyrði voru í samningum þegar Síminn var einkavæddur um að a.m.k. 30% hluta yrðu sett í almenna sölu þegar hann yrði skráður aftur í Kauphöllina.

Markaðsverðmæti hlutafjár metið á 49-60 ma.kr.

Útboðsgengið hefur sem fyrr segir verið ákveðið 6,64-8,10 krónur á hlut sem samsvarar markaðsvirði á bilinu 49-60 ma.kr. að því er kemur fram í Vegvísi Landsbankans