Gervigreindin gæti haft áhrif á 40% allra starfa í heiminum og 60% starfa í þróuðum hagkerfum samkvæmt nýrri greiningu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Möguleg áhrif eru talin ýmist jákvæð eða neikvæð en þróuð hagkerfi eru í meiri hættu á neikvæðum áhrifum, svo sem að gervigreindin taki yfir ákveðin verkefni eða jafnvel heilu störfin.

Þó að gervigreindin hafi heilt yfir minni áhrif á störf í vanþróaðri löndum er jafnframt hætta á að umrædd lönd nái ekki að nýta gervigreind sér til framdráttar.

Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir mikilvægt að stjórnvöld um allan heim bregðist við í forvarnaskyni og geri ráðstafanir til að tryggja að gervigreindin auki ekki ójöfnuð í heiminum.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði