*

föstudagur, 29. maí 2020
Innlent 3. mars 2020 08:09

Veiran gæti gengið yfir á 2 mánuðum

Níu tilfelli kórónuveirunnar staðfest á Íslandi. Sóttvarnarlæknir segir að það gæti tekið rúmlega tvo mánuði fyrir veiruna að ganga yfir.

Ritstjórn
Á Garibaldi lestarstöðinni í Mílanó á Ítalíu en þar í landi hefur kórónuveiran breiðst hratt út.

Erfitt er að segja nákvæmlega til um hversu langan tíma það taki fyrir kórónuveiruna að ganga yfir hér á landi, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu. Fréttablaðið greinir frá.

Alls hafa níu tilfelli af kórónuveirunni verið staðfest hér á landi, en hátt í 300 manns eru í sóttkví heima hjá sér.

Þó segir Þórólfur í samtali við Fréttablaðið að hugsanlega geti tekið meira en tvo mánuði fyrir veiruna að ganga yfir.

„Svo gæti það gerst að veiran deyi út. Veiran lifir ekki nema ákveðinn tíma utan líkamans og ef hún fær ekki nýtt fóður til að fjölga sér af því að fólk er lokað af þá deyr hún út," sagði hann.

Stikkorð: Ísland kórónuveiran