Tólf mánaða verðbólga mældist 5,3% í Kína í aprílmánuði og hjaðnaði hún því um 0,1 prósentustig frá marsmánuði að sögn BBC. Þetta þykir til marks um að tilraunir kínverskra stjórnvalda til þess að kæla hagkerfið séu að byrja að  bera árangur en Kína hefur sem kunnugt er vaxið gríðarlega undanfarin ár í efnahagslegur tilliti.

BBC hefur eftir hagfræðingi Royal Bank of Canada að verðbólguþrýstingur sé enn mjög mikill, m.a. vegna hás matvæla- og orkuverðs, en ýmislegt bendi til þess að stefna stjórnvalda sé að bera árangur. Verðbólga sé þó enn of há og frekari aðgerða af hálfu hins opinbera gæti verið að vænta.