Vísi­tala neyslu­verðs hækkaði 0,55% um milli mánaða og hefur nú hækkað 6,0% um á árs­grund­velli, sam­kvæmt nýjum tölum frá Hag­stofu Ís­lands í morgun.

Verð­bólgan jókst um 0,2% milli febrúar og mars­mánaðar og mældist þá 6,8%.

Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,3% milli mánað oa mælidst um 3,9% á árgrundvelli.

Mun það vera örlítið meiri lækkun á árs­grund­velli en spár gerðu ráð fyrir en greiningar­deild Lands­bankans og greiningar­deild Ís­lands­banka spáðu því að VNV myndi hækka um 0,61% milli mánaða og verð­bólga færi úr 6,8% í 6,1%.

Samkvæmt Hagstofunni hækkaði kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) um 1,7% og hafði 0,32% áhrif á vísitöluna.

Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 11,3% og höfðu 0,20% áhrif.