Munurinn á ávöxtunarkröfu verð­ tryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa, sem er gjarna notaður sem mælikvarði á verðbólguvæntingar fjárfesta, hefur aukist verulega síðustu misserin. Munurinn á ávöxtunarkröfu verðtryggða skuldabréfaflokksins RIKS 21 0414 og óverð­tryggða flokksins RIKB 22 1026 var til að mynda 2,7% í lok janúar en 4,3% í upphafi þessarar viku. Ávöxtunarkrafa er mælikvarði á verð skuldabréfa og fer að miklu leyti eftir væntingum um verð­bólgu og stýrivexti.

Væntingar um aukna verðbólgu hafa gjarna í för með sér aukna eftirspurn eftir verðtryggðum skuldabréfum, sem hækkar verð þeirra og lækkar ávöxtunarkröfuna. Væntingar um að Seðlabankinn bregðist við verð­ bólgu með því að hækka stýrivexti leiðir gjarna til hærri ávöxtunarkröfu á óverðtryggðum bréfum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .