Slæmt veður varð til þess að samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði varð sá mesti í átján ár í marsmánuði samkvæmt Samtökum fasteignasala í Bandaríkjunum. Endursala á húsnæði minnkaði 8,4% í mánuðinum og hefur ekki fallið jafn mikið síðan í janúarmánuði árið 1989.