Wow air hefur nú til skoðunar hvort framhald verði á flugi félagsins til Tel Aviv. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi félagsins, segir flugið hafa gengið vel en á móti komi að lendingargjöld á flugvellinum í Tel Aviv séu há og að flugið, sem tekur sjö klukkustundir, sé kostnaðarsamt. Svanhvít segir að þrátt fyrir þessa endurskoðun fljúgi félagið áfram til Ísrael út október. Skúli Mogensen er forstjóri Wow air.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .