Guðmundur Kristjánsson er 34 ára gamall tveggja barna faðir úr Kópavoginu. Hann er einkaþjálfari og einn af eigendum líkamsræktarstöðvarinnar Elite Þjálfun í Kópavogi. En þar æfir bæði mikið af íþróttafólki sem og almenningur sem vill bara hreyfa sig og láta sér líða vel.

Guðmundur leikur með Stjörnunni í Bestu deildinni.
Guðmundur leikur með Stjörnunni í Bestu deildinni.

Guðmundur var atvinnumaður í fótbolta í Noregi í 6 ár áður en hann flutti aftur heim til Íslands. Hann spilar núna með Stjörnunni í Bestu deildinni en hann á að baki um 300 leiki í meistaraflokki og 6 A – landsleiki.

„Æfingin er blanda af styrk og keyrslu og hægt er að klára hana á tiltölulega stuttum tíma, svo að allir ættu að ganga sveittir og sáttir úr gymminu,“ segir Guðmundur um æfinguna.

Æfingin

A hluti

EMOM – 10 sett (10 mín):

  • 3x Réttstöðulyfta
  • 5 – 10x Armbeygjur (eftir getu)

B hluti

4 sett af:

  • 5x Front squat

C hluti

3 – 4 hringir af:

  • 500m Air Runner
  • 150x Sipp
  • 5 – 10x Upphífingar
  • 10x Rollout

Finisher

Tabata (Keyrsla í 20 sek / hvíld í 10 sek x 8):

  • Assault bike