Það eru tvær bílategundir sem teljast langdýrustu bílarnir sem seldust árið 2023. Annars vegar Mercedes-Benz G 63 AMG og hins vegar Porsche 911 í Dakar útgáfu. G jeppinn í AMG útgáfunni seldist í tveimur eintökum á árinu, rétt eins og árið 2022. Kostar stykkið um 60 milljónir króna.

Einn Porsche 911 Dakar var seldur á árinu, en hann kostar um 50 milljónir króna. Að auki voru seldir fjórir 911 á árinu sem hver kostar um 30 milljónir. Einnig seldust fjórir 911 árið 2022.

400 milljónir í Range

Fleiri áhugaverðir lúxusbílar voru seldir á árinu. Alls seldust 14 Range Rover jeppar, þar af fimm með tvinntengivél, bensín og rafmagni. Þótt hægt sé að fá Range-inn á rúmar 24 milljónir þá kostar slíkur gripur varla undir 30 milljónum þegar búið er að setja inn mörg brot af því besta frá verksmiðjunum í Solihull í Coventry. Íslendingar keyptu því Range Rover fyrir um 400 milljónir á árinu.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði