Meðalrekstrarkostnaður á hvern nemenda í öllum grunnskólum sem reknir eru af sveitarfélögum er nú 1.839.965 krónur á hvern nemenda samkvæmt útreikningum Hagstofunnar .

Þessir útreikningar eru notaðir til að ákvarða framlög úr sveitarsjóði til sjálfstætt rekinna grunnskóla. útreikningarnir nýta meðalverðbreytingu rekstrarkostnaðar sem er áætluð 11,4% frá árinu 2015 til ágúst 2017, en árið 2015 nam kostnaðurinn 1.651.002 krónum.