Í apríl í fyrra á­kváðu sex­tíu starfs­menn Evrópu­sam­bandsins að fara í rann­sóknar­leið­angur til sænsku Kaup­hallarinnar til að reyna setja fingur á vel­gengni hluta­bréfa­markaðarins í Sví­þjóð.

Sam­kvæmt Financial Timess átu em­bættis­mennirnir um tveggja tíma fyrir­lestur um „vist­kerfi fjár­magns­markaðarins“ í Sví­þjóð á meðan yfir­menn Kaup­hallarinnar út­skýrðu fyrir þeim af hverju svona mörg meðal­stór fyrir­tækja hafa á­kveðið að skrá sig á Nas­daq í Sví­þjóð.

FT greinir frá því að á þeim tíma sem heim­sóknin átti sér stað voru markaðir í Evrópu og Bret­landi í sárum. Frumút­boð voru af skornum skammti sam­hliða því að velta í við­skiptum væri að dragast saman.

Svíarnir hafa skarað fram úr þrátt fyrir smæð markaðarins. Öflugur hópur fjár­magns­eig­enda hefur verið að leggja til það mikið fé upp á síð­kastið að er­lend fyrir­tæki sjá hag sinn af skráningu í sænsku Kaup­höllina.

„Sví­þjóð er núna með skil­virkasta fjár­magns­markaðinn í Evrópu,“ segir Willi­am Wrig­ht, stofnandi New Financial, í sam­tali við FT. „Það sem þeir hafa áttað sig á er að þú þarft þetta vist­kerfi og þú þarft að styðja við það á hverju stigi.“

Em­bættis­menn í Evrópu eru að reyna blása lífi í hluta­bréfa­markaðinn með reglu­breytingum um hluta­bréfa­við­skipti.

Ný­lega náðist pólitísk sam­staða á vett­vangi Evrópu­sam­bandsins um að­gerðir sem ætlað er að skjóta styrkari stoðum undir evrópska verð­bréfa­markaði sem hafa orðið undir í sam­keppni sinni við banda­ríska markaðinn.

Svíar langt á undan ESB

Meðal að­gerða eru breytingar á Markaðs­svika­reglu­gerð Evrópu­sam­bandsins, MAR, um upp­lýsinga­skyldu skráðra fé­laga.

Á döfinni eru einnig breytingar á reglum um skráningu fyrir­tækja sem inni­halda meðal annars já­kvæða hvata fyrir stofn­endur fyrir­tækja til að skrá fé­lög. Þá er einnig unnið að því að auka hvata fyrir líf­eyris­sjóði að fjár­festa og al­menna fjár­festa til að fjár­festa í inn­lendum hluta­bréfum.

Svíar eru þó komnir mun lengra en Evrópu­sam­bandið í þessum efnum sam­kvæmt FT og hafa þeir inn­leitt sam­bæri­legar breytingar fyrir um ára­tugi síðan.

Á síðustu tíu árum hafa 501 fyrir­tæki skráð sig í sænsku Kaup­höllina. Munu það vera fleiri fyrir­tæki en hafa skráð sig í frönsku, þýsku, hollensku og spænsku Kaup­hallirnar saman­lagt á sama tíma­bili. Bretar eru þó enn efstir með 765 skráningar sl. ára­tug.

Þrátt fyrir að stór sænsk fyrir­tæki eins og Spoti­fy hafi á­kveðið að skrá sig í Banda­ríkjunum hefur sænska Kaup­höllin náð að skera sig úr sem heimili fyrir meðal­stór fyrir­tæki í Evrópu.

„Ef það er horft á stærð landsins og stærð hluta­bréfa­markaðarins hefur sænska Kaup­höllin verið mun dug­legri að skrá lítil og meðal­stór fyrir­tæki í saman­burði við aðrar kaup­hallir,“ segir Tony Elofs­son, fram­kvæmda­stjóri Car­negi­e group, í sam­tali við FT.

Sam­kvæmt Adam Ko­styál, for­stjóra sænsku Kaup­hallarinnar, hafa um 90% af ný­skráningum verið fé­lög með verð­mat undir 1 milljarði Banda­ríkja­dala.

Elofs­son segir jafn­framt að megin­drif­krafturinn að baki þessu sé fjár­festinga­menning Svía. Að hans mati eru allir Svíar „frá hinum al­menna manni yfir í fag­fjár­festa og frum­kvöðla“ að taka þátt í hluta­bréfa­við­skiptum.

Heimild: FT

Líf­eyris­sjóðir spila þó einnig stórt hlut­verk en fjórir stærstu líf­eyris­sjóðir Sví­þjóðs hafa aukið hluta­bréfa­eign sína veru­lega á síðustu árum. Sænsk trygginga­fé­lög eiga einnig stærsta hlut­fall af hluta­bréfum af trygginga­fé­lögum innan ESB.

„Öll far­sæl frumút­boð hafa á ein­hverju stigi verið með sterka kjöl­festu­fjár­festa,“ segir John Thiman, með­eig­andi lög­mann­stofunnar White & Case í Stokk­hólmi.

Einfaldar breytingar juku þáttöku almennings

Al­menningur á þó einnig stóran þátt í vel­gengninni en hlut­fall heimila í Sví­þjóð sem eiga hluta­bréf er með því hæsta í Evrópu sam­hliða því að heimili í Sví­þjóð eru með eitt lægsta hlut­fall banka­inni­stæða. Fjár­mála­læsi í Sví­þjóð er einnig eitt það hæsta í Evrópu og mun betra en í löndum eins og Þýska­landi, Frakk­landi og Spáni.

Sænska ríkis­stjórnin kynnti árið 1984 reikninga sem heita Alle­mans­spar, sem laus­lega þýðist sem spari­fé hins venju­lega manns, til að hvetja Svía til að fjár­festa í hluta­bréfum. Árið 1990 var þegar búið að stofna 1,7 milljón slíka reikninga.

Reglu­breyting árið 1990 gerði síðan Svíum kleift að fjár­festa um 2,5% af líf­eyri sínum eftir eigin höfði.

Árið 2012 gengu Svíar síðan enn lengra og kynntu til leiks nýja fjár­festinga­reikninga fyrir al­menning sem þeir þurfa ekki að til­kynna til skatta­yfir­valda. Al­menningur þarf ekki að greiða skatt af sölu­hagnaði eða arð­greiðslum heldur er greiddur 1% skattur af heildar­virði hluta­bréfa­eignarinnar.