Fjölgað hefur í hópi starfsmanna sem Amazon hyggst segja upp til að draga úr rekstrarkostnaði. Í færslu á vef Amazon segir forstjórinn Andy Jassy að félagið hyggist skera niður fleiri en 18 þúsund störf. Meirihluti uppsagnanna nái til vefverslana- og mannauðssviðs Amazon.

Um er að ræða umtalsvert fleiri störf heldur en Amazon áætlaði í upphafi en heimildarmenn stærstu viðskiptamiðla sögðu í nóvember að fjöldinn yrði nær 10 þúsund.

Fleiri stór tæknifyrirtæki hafa ráðist í hópuppsagnir á síðustu misserum. Meta, móðurfélag Facebook, tilkynnti í vetur að það hygðist segja upp 11 þúsund manns eða um 13% af starfshópi félagsins. Salesforce tilkynnti í gær að það myndi fækka starfsfólki um 10% en alls starfa 80 þúsund hjá félaginu.

Andy Jassy, forstjóri Amazon
Andy Jassy, forstjóri Amazon
© epa (epa)