Baugur hefur selt breska matvælafyrirtækið Woodward Foodservice til helsta samkeppnisaðilans á þeim markaði, Brakes að því er breska blaðið Telegraph greinir frá í dag en Baugur keypti félagið í ágúst 2005 af Giant Bidco í samvinnu við Talden Holding.

Blaðið segir söluna koma í framhaldi af því að Baugur hefur ákveðið að endurskipuleggja eignir sínar á Bretlandi og einbeita sér að annarri smásölu og þá helst tískuvöruverslunum.

Þá greinir Telegraph frá því að óstaðfestar heimildir hermi að félagið hafa fengið um 20 milljón pund fyrir Woodward sem rekið hefur verið með tapi síðustu misseri að sögn blaðsins.

Sá fyrirvari er þó á sölunni að bresk samkeppnisyfirvöld samþykki hana.